6 nýjum fagaðilum bætt við Iceland Airwaves ráðstefnuna
.png)
Iceland Airwaves, í samvinnu við Tónlistarmiðstöð og Tónlistarborgina Reykjavík kynna með stolti glæstan hóp fagfólks sem kemur fram á IA ráðstefnunni, 6.-7. nóvember.
Þessir frumkvöðlar og lykilaðilar tónlistariðnaðarins munu leggja sínar vogarskálar á hin ýmsu málefni, deila gífurlegri þekkingu sinni og reynslu og skoða í sameiningu framtíð tónlistariðnaðarins frá sem flestum sjónarhornum.
Listi yfir alla sem koma fram á ráðstefnunni >
Nýju fagaðilarnir:
Ariane Mohr er hluti af bókunarteymi Reeperbahn hátíðarinnar í Hamburg, sem er ein stærsta faghátíð (e. showcase festival) heims. Ariane er gífurlega reynslumikill viðburðarstjórnandi og kom lengi að skipulagi hátíðarinnar lunatic. Frá árinu 2018 hefur hún unnið fyrir Reeeperbahn og hefur því tekið virkan þátt í að gera hátíðina að því sem hún er í dag.
Anna Hildur er fagstjóri skapandi greina hjá Háskólanum á Bifröst. Hún býr yfir meira en 30 ára reynslu af menningarstörfum og var þar á meðal framkvæmdastjóri ÚTÓN í mörg ár. Í seinni tíð hefur Anna Hildur einbeitt sér að framleiðslu heimildamynda og hefur unnið til margvíslegra verðlauna á því sviði.
Pan Thorarensen er tónlistarmaður og tónleikahaldari, og heldur þar á meðal út hinni margrómuðu tilraunatónlistarhátíð Extreme Chill. Pan samið tónlist fyrir stuttmyndir og heimildamyndir og gefið út fjöldan allan af plötum undir ýmsum listamanna nöfnum og má þar til að mynda nefna Stereo Hypnosis.

Peter er umboðsmaður hjá Red Light skrifstofunni í London og hefur, með listamönnum sínum, náð miklum árangri í alternative/indí heiminum. Hann er einnig einn af stofnendum og framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Chess Club sem er einn af áhugaverðustu sjálfstæðu plötuútgefendunum í London. Áður starfaði Peter hjá RCA, Geffen Records, Polydor og var tónlistarlögfræðingur hjá Clintons London.
Josie er blaðamaður og viðburðarstjórnandi frá Skotlandi. Hún hefur verið búsett á Íslandi undanfarin ár og skrifar til að mynda fyrir Iceland Review ásamt því að sinna verkefnastjórnun menningarviðburða. Hún er meðlimur Hafnarhaus samfélagsins og brennir fyrir því að rækta og kynna hér á landi ríkulega menningarauðlind Íslands.
Anna Rut hefur víðtæka reynslu í verkefna- og viðburðastjórnun á sviði menningarmála, einkum tónlistar. Hún er með meistaragráðu í menningarstjórnun frá King's College í London og hefur leitt fjölbreytt verkefni fyrir tónlistarhátíðir og stofnanir, svo sem Iceland Airwaves, Listahátíð í Reykjavík, ÚTÓN og Tónlistarborgina Reykjavík ásamt því að vinna kynningarstarf fyrir tónlistarfólk og útgáfufyrirtæki.
