WOMEX auglýsir eftir umsóknum

21
.  
February
 
2025

Nú fer hver að verða síðastur til að sækja um að koma fram á WOMEX hátíðinni, en umsóknarfrestur rennur út 28. febrúar næstkomandi. 

Í ár fer hátíðin fram í Tampere í Finnlandi, 22.–26. október. Listafólk fær óheftan aðgang að ráðstefnunni og umfangsmiklum tengslamyndunarviðburðum. Tónlistarfólk getur einnig sótt um ferðastyrk í Tónlistarsjóð, en ferðastyrkir eru veittir annan hvern mánuð.

WOMEX er ein mikilvægasta tónlistarráðstefna heims og sækja sífellt fleiri hátíðina í þeim tilgangi að byggja upp tengslanet, kanna samstarfstækifæri og þróa verkefni sín á alþjóðavettvangi.

Eins og fyrri ár verður Tónlistarmiðstöð með bás á hátíðinni, sem veitir íslenskum tónlistarverkefnum og hátíðum aðstöðu til að koma sér á framfæri, halda fundi og tengjast fagfólki í greininni.

Nánari upplýsingar og umsóknir má finna hér

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar