Virgin Orchestra í fyrsta þætti nýrrar hlaðvarpsseríu – Northern Rising

9
.  
April
 
2025

Northern Rising er ný hlaðvarpsþáttaröð sem veitir  innsýn í litrík ævintýri íslensks tónlistarfólks. Þættirnir voru teknir upp á Iceland Airwaves 2024 og fylgja listafólki í gegnum hátíðina.

Þáttaröðin er í umsjón Tim Pogo, bandarísks fjölmiðlamanns með langa reynslu úr útvarpi, sjónvarpi og stafrænum miðlum. Tim hefur verið fastagestur á hátíðinni síðan árið 2000 og hefur hann fjallað um hana fyrir margvíslega miðla. 

Í fyrsta þættinum fáum við að kynnast Virgin Orchestra, en hljómsveitin sprakk fram á sjónarsviðið með útgáfu plötunnar Fragments árið 2023. Nýjasta smáskífa þeirra, The Pathetic Song – sem kom út 31. mars – er hávært sófapopp sem rótar í breskum fjársjóðskistum tíunda áratugarins og skilar sér í framúrstefnulegri en nostalgískri perlu. 

Northern Rising er framleitt af Tónlistarmiðstöð, Record in Iceland og The Reykjavík Grapevine í samstarfi við Tim Pogo.

Hlaðvarpið má finna á öllum helstu veitum og þar á meðal hér: 

og hér má heyra nýjustu útgáfu hljómsveitarinnar: 

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar