Víkingur Heiðar vinnur Grammy verðlaun

Víkingur Heiðar Ólafsson hefur unnið til sinna fyrstu Grammy-verðlauna en þessi margrómuðu tónlistarverðlaun voru afhend í 67. sinn í Los Angeles í gærkvöldi.
Víkingur var tilnefndur í flokki bestu einleikara í klassískri tónlist fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðunum eftir Johann Sebastian Bach en Andy Akiho, Curtis J Stewart, James Blachly & Experiential Orchestra, Mak Grgić & Ensemble Dissonance og Seth Parker Woods voru tilnefnd í sama flokki.
Víkingur er fjórði íslenski listamaðurinn til að vinna þessi verðlaun en fyrri sigurvergarar eru Hildur Guðnadóttir, Laufey og Dísella Lárusdóttir
Við óskum Víkingi innilega til hamingju með þennan gífurlega heiður!
Hlustið að tónlist Víkings og annars íslensks samtímalistafólks á lagalistanum okkar Iceland Music Art Music