English

Tvö frá Íslandi titluð „TOP 20 UNDER 30 – Nordic Music Biz 2024”

22
.  
August
 
2024

Gabríel Ólafsson (25) og Klaudia Gawryluk (29) hljóta “TOP 20 UNDER 30 – Nordic Music Biz” viðurkenningu NOMEX. Verðlaunaafhending fer fram á BY:LARM tónlistarhátíðinni í september.

Í dag birta útflutningsskrifstofur Norðurlandanna lista yfir þau 20 undir þrítugu sem skara fram úr í tónlistariðnaðinum, eða „Top 20 Under 30 – Nordic Music Biz”. Þau Gabríel Ólafsson og Klaudia Gawryluk hljóta þessa viðurkenningu frá Íslandi í ár. Þeim er boðið að taka á móti viðurkenningunni við hátíðlega athöfn á tónlistarhátíðinni By:Larm sem fer fram í Osló í september. Þær María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar, og Helena Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri, fara út með hópnum.

Verðlaunin eru úr smiðju NOMEX (Nordic Music Export) sem er samstarfsverkefni útflutningsskrifstofa á Norðurlöndunum. Þetta samstarf var sett af stað til að auka sýnileika og samvinnu innan norræna tónlistariðnaðarins, en saman mynda Norðurlöndin sjötta stærsta tónlistarmarkað heims. Þessi viðurkenning er hugsuð sem lyftistöng fyrir ungt athafnafólk í tónlist, þ.e. ekki tónlistarfólkið sjálft, til að varpa ljósi á störf þeirra og veita þeim tækifæri til að stækka tengslanet sitt á alþjóðlegum vettvangi.

Önnur megináhersla nýrrar tónlistarstefnu hér á landi er „Tónlist sem skapandi atvinnugrein” og er Tónlistarmiðstöð bæði stolt af því að styðja vel við bakið á þeim sem hljóta þessa viðurkenningu í ár ogfagnar því úr hversu ólíkum áttum atvinnulífsins þau koma. Gabríel er einn af stofnendum Reykjavík Orkestra og kom að því að setja upp hljóðver í Hörpu þar sem kvikmyndatónlist fyrir alþjóðleg verkefni er tekin upp á meðan Klaudia hefur komið íslenskri raftónlist aftur á kortið með kraftmikilli grasrótarstarfsemi sem nú er farin að vekja athygli erlendis og skapar íslenskum plötusnúðum stærri vettvang en hér hefur þekkst í 20 ár. 

Íslensku dómnefndina í ár skipuðu þau Inga Magnes Weisshappel sem rekur skrifstofu Wise Music Iceland, Bjarni Daníel Þorvaldsson meðstofnandi Post-Dreifingar og dagskrárgerðarmaður á RÚV og Sólveig Matthildur í hljómsveitinni Kælan Mikla en þau tvö síðarnefndu hlutu þessa viðurkenningu sjálf í fyrra fyrir vel unnin störf á sínum sviðum. Gaman er að nefna að þeir aðilar sem hafa hlotið þessa viðurkenningu áður telja til að mynda Sindra Ástmarsson sem í dag er helsti bókari Iceland Airwaves, tónlistarmanninn og frumkvöðulinn Unnstein Manúel Stefánsson, Soffíu Kristínu Jónsdóttur stofnandi umboðsskrifstofunnar Iceland Sync, Árna Frey umboðsmann Daða Freys, Juniu Lin listrænan stjórnanda Laufeyjar og mörg fleiri.

Tónlistarmiðstöð óskar þeim Klaudiu og Gabríel innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Gabríel Ólafsson (25)
Gabríel Ólafs er tónskáld, framleiðandi og stofnandi sérhæfðu sinfóníuhljómsveitarinnar Reykjavík Orkestra (áður Reykjavík Recording Orchestra). Gabríel og samstarfsaðilar hans smíðuðu hljóðver í Hörpu og tengdu það við þrjá helstu sali tónlistarhússins. Sveitin hefur leikið og hljóðritað í Hörpu fyrir Netflix, Apple TV, Blizzard, EA Games, Deutsche Grammophon, BBC og Hans Zimmer. Samhliða framleiðslu hefur Gabríel notið vinsælda fyrir frumsamda tónlist sína sem gefin er út af Decca/Universal og hefur samtals verið spiluð yfir 300 milljón sinnum. 

Klaudia Gawryluk (29)
Klaudia er plötusnúður, kynningaraðili og stofnandi Radar, fyrsta rafklúbbs Íslands í 20 ár. Klaudia rekur viðburðaseríurnar „Open Decks” og „Bi*ch Per Minute” sem hafa byggt upp heila senu fyrir ungt áhugafólk um raftónlist. Hún stofnaði einnig rafklúbbinn Radar sem hefur orðið að þungamiðju raftónlistar á Íslandi. Sú metnaðarfulla dagskrá sem þau standa fyrir þar laðar að sér athygli útgáfufélaga og erlendra fagaðila til að kynna sér það besta í íslenskri raftónlist í dag ásamt því að laða að sér heimsþekkta plötusnúða til að koma og spila, eins og Marco Bailey og Nina Kraviz. Saman hefur þessi starfsemi endurlífgað áhugann á raftónlist í Reykjavík og myndað sterka senu sem hefur ekki sést hér á landi í 20 ár.

Frá hinum Norðurlöndunum sátu í dómnefnd
Danmörk:
Nicklas Weis Damkjær / Roskilde, Maria Borg / Koda , Agnete Hannibal / Q Junktions / 15 Love. Svíþjóð: Anna Kornelia Åberg / BLNK Music, Fumi Amao / Spotify, Tomas Jernberg / Monza- Music Entertainment. Finnland: Lili Keh / KEH Consulting, Teemu Laitinen / PME Records, Marja Kokko / Kaiku Entertainment. Noregur: Peder Benjamin Hagen / United Stage and Major Management, Celine Høie / Indie- Recordings, Eric Elvenes / AirTime Management  Færeyjar: Marianna Nagata Winter / Tutl Records 

Aðrir Top 20 Under 30 Sigurvegarar 2024:

Danmörk:

  • Arense Elvira Riis Warny (26) CEO, Founder and artist manager / Carrie Management
  • Mathias Madsen (26) Senior A&R Manager, Warner Music Denmark
    Ceyda Yasar (28) Manager / Takin’ Space, Makin’ Space Agency 
  • Philip Thornhill (29) Partner and Head of Agency / Kin 
  • Benjamin Graham (28) CEO and co-founder / 100blaa 

Noregur:

  • Erik Egenes (29) General Manager / by:Larm  
  • Stephanie Owusu (30) Social Media & Digital Marketing Manager / Sony Music Entertainment Norway Founder / AFRONORDIC  
  • Emilie Dyrøy (26) Communications Specialist / AXS (AEG)
  • Oda Tilset (28) Founder and Sound Designer / Noknok Audio 

Svíþjóð:

  • Simon Bálogh (23) Founder / Butterfly Effect 
  • Jonathan Fröberg (30) Creative Manager / Universal Music Publishing 
  • Khadra Abdirashid (30) A&R Manager / Sony Music Publishing Scandinavia
  • Isabella Sedman (30) Head of Songs / Monza Songs  
  • Naomi Amorti Jensen (30) Founder / Naomi Communications 

Finnland:

  • Leevi Mäkinen (25) Artist Manager / PME Management
  • Stella Kylä-Liuhala (29) Marketing Manager / Warmer Music Finland
  • Miika Blomqvist (29) Pianist and composer at Sony Classical / Founder of Nordic Euphony Records, Nordic Instrumental Records & Nordic Distro 

Færeyjar:

  • Fríði Djurhuus (30) 

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar