Taste of Iceland Seattle - Tónleikar með lúpínu og Sunnu Margréti

25
.  
September
 
2024

Reykjavík Calling, Iceland Airwaves Off-Venue tónleikaserían, lendir í Seattle þann 3. október. Sunna Margrét og lúpina koma fram ásamt kynnum kvöldsins stjörnuplötusnúðnum Kevin Cole frá KEXP og DJ Hermigervill. Tónleikarnir verða haldnir á Gathering Space, tónleikastað goðsagnakenndu útvarpsstöðvarinnar KEXP. Tónleikarnir eru hluti af Taste of Iceland, viðburðaröð sem Inspired by Iceland heldur um öll Bandaríkin, og fagnar því besta sem íslensk menning hefur upp á að bjóða.

Frítt er á viðburðinn en á hann er 21 árs aldurstakmark. Miðar eru við hurð og fyrst koma fyrst fá!

Frekari upplýsingar hér>

Dagskrá kvöldsins:

19.00 - Húsið opnar og DJ Hermigervill þeytir skífum

20.00 - lúpína

21.00 - Sunna Margrét

21.40 - DJ Hermigervill

--------------------------------------------------------------------------

Icelandair kynnir: Tónleikar, uppistand og kokteilar.

Icelandair, í samstarfi við Icelandic Club of Greater Seattle, er einnig að halda tónleika þar sem Bríet and Birnir koma fram. Þeir tónleikar verða haldnir á Block 41 þann 5. október.

Frekari upplýsingar hér>

--------------------------------------------------------------------------

Hlustið á lúpínu og Sunnu Margréti á lagalistanum okkar, Iceland Music Indie:

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar