Tækifæri framundan: The Great Escape, Lagasmíðabúðir, styrkir og fleira!

12
.  
February
 
2025

Þessa dagana eru töluvert af hátíðum, verðlaunum og sjóðum að taka við umsóknum. Hvort sem þú vilt koma fram, fá stuðning við tónlistarverkefni eða tengjast fagfólki í tónlistariðnaðinum, þá er vert að hafa þessa fresti í huga.

Styrkir og tækifæri á Íslandi

Tíbrá í Salnum - Með Tíbrá leitast Salurinn við að bjóða upp á lifandi tónlistarflutning þar sem hefðbundnum klassískum tónleikum er teflt saman við tilraunir, nýja nálgun og jafnvel ögrun við tónleikaformið.
Umsóknarfrestur: 16. Febrúar

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn styrkir tvíhliða samstarfsverkefni á sviði menningar, menntunar og rannsókna milli Íslands og Svíþjóðar. Umsóknarfrestur: 28. febrúar

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>

List fyrir alla - Landsátak sem miðlar gæða listviðburðum til barna um allt land og tryggir aðgengi óháð búsetu eða efnahag. Umsóknarfrestur: 16. Mars

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>

Faghátíðir

The Great Escape - Nú fer hver að verða síðastur til að sækja um að koma fram á goðsagnakennda tónlistarhátíðin TGE sem fer fram í Brighton í maí. Umsóknarfrestur: 14. febrúar

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>

SXSW Sydney - Þriðja árið í röð verður SXSW Sydney haldin dagana 13.–19. október 2025, þar sem tónlist, sköpun og nýsköpun mætast á ýmsum stöðum í Darling Harbour, Chippendale og Broadway. Umsóknarfrestur: 6. Apríl

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>

Önnur tækifæri

Keychange Inspiration Award - Alþjóðleg verðlaun sem veitt eru einstaklingum sem hafa haft jákvæð og þýðingarmikil áhrif í tónlistarheiminum. Opið fyrir tilnefningar til 18. febrúar. 

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>

Nordic Music Community Songwriting Camp - Lagasmíðabúðir sem safna til sín mörgum af áhugaverðustu lagahöfundum norðurlandanaa og fara fram í Færeyjum. Umsóknarfrestur: 17. Febrúar

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>

Ballantine’s True Music Fund x Shesaid.so - Styrktarsjóður sem styður sjálfstæð tónlistarverkefni. Umsóknarfrestur: 14. Mars.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>

Skráðu þig á póstlista Tónlistarmiðstöðvar til að fá nýjustu tækifærin beint í pósthólfið :O)

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar