SXSW upphitun - Superserious taka yfir Love Letter lagalistann
.png)
Tónlistarmiðstöð telur nú niður til South by Southwest og af því tilefni höfum við beðið íslenska listafólkið sem kemur fram á hátíðinni að taka yfir Love Letter lagalistann okkar. Þessa vikuna er það húkkasmiðirnir í Superserious sem hugsa greinilega hlýlega til kæruleysisins á klístruðu gólfinu á Grand Rokk.
Á SXSW koma Superserious fram á Iceland Airwaves kvöldi hátíðarinnar, ásamt Sunnu Margréti og Lúpínu. Viðburðurinn, sem haldinn er í samstarfi við Tónlistarmiðstöð og Íslandsstofu, fer fram á Shangri-La þann 11. Mars.
Nostalgían er við völdin á lagalista Superserious. Húbba búbba klessur á götóttum strigaskóm, ryðgað bárujárn á meðal fílabeinsturna, Eurovision-farar og Jan Mayen. Við brunum aftur um árin og skiljum áhyggjurnar eftir. Bara gaman framundan.