SXSW upphitun - Sunna Margrét tekur yfir Love Letter lagalistann

21
.  
February
 
2025

Tónlistarmiðstöð telur nú niður til South by Southwest og af því tilefni höfum við beðið íslenska listafólkið sem kemur fram á hátíðinni að taka yfir Love Letter- lagalistann okkar. Fyrst er það avant-popplistakonan Sunna Margrét sem tekur við stjórninni og býður hún upp á íhugula nostalgíu fyrir næturuglur og náttfatadanslög í bland.

Á SXSW kemur Sunna Margrét meðal annars fram á Iceland Airwaves kvöldi hátíðarinnar, ásamt Elínu Hall, Lúpínu og Superserious. Viðburðurinn, sem haldinn er í samstarfi við Tónlistarmiðstöð og Íslandsstofu, fer fram á Shangri-La þann 11. mars.

Þangað til er um að gera að sökkva sér Love Letter-lagalistann hennar sem er best notið með í rólegri morgunsveiflu með kaffibolla við hönd.

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar