SXSW upphitun - Lúpína tekur yfir Love Letter lagalistann
.png)
Tónlistarmiðstöð telur nú niður til South by Southwest og af því tilefni höfum við beðið íslenska listafólkið sem kemur fram á hátíðinni að taka yfir Love Letter lagalistann okkar. Þessa vikuna er það hin magnaða Lúpína en þetta er sérlega viðeigandi yfirtaka þar sem Lúpína braust fram á sjónarsviðið árið 2022 með lagi sínu Ástarbréf.
Á SXSW kemur Lúpína meðal annars fram á Iceland Airwaves kvöldi hátíðarinnar, ásamt Sunnu Margréti og Superserious. Viðburðurinn, sem haldinn er í samstarfi við Tónlistarmiðstöð og Íslandsstofu, fer fram á Shangri-La þann 11. mars.
Hvort sem maður er heima í kósí með fyrsta drykk föstudagskvöldsins eða starir rauðeygður á brottfararskjá með plastglas af víni, þá er lagalisti Lúpínu hinn fullkomni félagi. Uppfullur af lágstemmdum óróa en með nægilega mörgum neonsprengjum til að maður haldi áttum og missi ekki af síðasta brottfararkalli.