Víóluleikarinn Þórhildur Magnúsdóttir og tónskáldið S. Gerup valin til þátttöku í Northern Connection

8
.  
May
 
2025

Myndir: Þórhildur Magnúsdóttir (Eygló Gísla), S. Gerup (Hector Schram)

Myrkir Músíkdagar, Klang Festival, Tónlistarmiðstöð og Art Music Denmark kynna með stolti.

Þórhildur Magnúsdóttir og S. Gerup voru valin til þátttöku í samstarfsverkefninu Northern Connection.

Northern connection er samstarfsverkefni á milli Norðurlandanna og Skotlands með það að markmiði að styrkja tengsl og samstarf milli tónskálda, kammerhópa og tónlistarhátíða á sviði samtímatónlistar.

Tónlistarkonurnar koma til með að vinna saman að verki S. Gerup How to Ruin Someone’s Career as a Violist sem verður síðan frumflutt af Þórhildi á tónlistarhátíðunum Myrkum músíkdögum og Klang Festival árið 2026.

Í umfjöllun um verkið segir S. Gerup:

„Sem tónskáld hef ég lagt upp með að vinna í kringum tilfinningar, sorg, reiði og veikindi og þá erfiðleika sem slíkt ástand getur haft í för með sér við flutning tónlistar. Með How to Ruin Someone’s Career as a Violist er markmiðið að tjá mismunandi tegundir sársauka í gegnum tónlistina, innblásið af heimspekingnum Hannah Arendt: „Til að vera til þarf að fela suma veruleika, á meðan aðrir veruleikar, þvert á móti, verður að opinbera.’“

Verkið var valið í gegnum opið kall í mars 2025. Í dómnefnd sat Þórhildur Magnúsdóttir ásamt listrænum stjórnendum tónlistarhátíðanna sem taka þátt í Northern Connection.

Við óskum S. Gerup og Þórhildi Magnúsdóttur innilega til hamingju og hlökkum til að heyra verkið.

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar