Opnað hefur verið fyrir innsendingar umsókna í tónleikaröðina Tíbrá í Salnum

23
.  
January
 
2025

Tónleikastaðurinn Salurinn hefur opnað fyrir innsendingar umsókna í tónleikaröðina Tíbrá fyrir tónleikaárið 2025-2026.

Tónleikaröðin Tíbrá hefur fest sig í sessi hjá tónlistarunnendum sem ómissandi hluti af klassískri tónlistarsenu landsins. Með Tíbrá leitast Salurinn við að bjóða upp á lifandi tónlistarflutning þar sem hefðbundnum klassískum tónleikum er teflt saman við tilraunir, nýja nálgun og jafnvel ögrun við tónleikaformið.

Við val á verkefnum er sérstaklega horft til nýsköpunar og frumlegrar nálgunar á klassískt höfundarverk.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna hér >>>

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar