Opið fyrir umsóknir - NOMEX tengslamyndunarferð til Los Angeles
Los Angeles hefur í áratugaraðir verið í fararbroddi alþjóðlegs afþreyingariðnaðar hvort sem um ræðir á sviði tónlistar, tölvuleikja, sjónvarps eða kvikmynda. Því skapast þar einstök tækifæri til að kynnast straumum, tengjast sérfræðingum í afþreyingariðnaði og þróa alþjóðleg samstarf á sviði tónlistarútgáfu.
NOMEX stendur fyrir tengslamyndunarferð til Los Angeles dagana 4.–6. mars 2025 þar sem norræn tónlistarsamtök, þar á meðal Tónlistarmiðstöð, munu tengjast helstu aðilum í sync-iðnaði borgarinnar. Dagskráin inniheldur heimsóknir til fyrirtækja, fyrirlestra frá sérfræðingum og tengslamyndunarfundi og miðar hún öll að því að hjálpa þátttakendum að dýpka skilning sinn á sync-heiminum eins og hann birtist í borginni.
Fyrri sendinefndir hafa gert þátttakendum kleift að tengjast stórum fyrirtækjum eins og Disney, Netflix, CBS og Fox Film.
Hverjir ættu að sækja um?
Tónlistarmiðstöð leitar að fulltrúum rétthafa, þ.e. tónlistarforleggjurum, útgáfufyrirtækjum og öðru fagfólki, til að taka þátt í þessari eintöku tengslamyndunarferð.
Hvernig á að sækja um:
Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. janúar 2025 kl. 23:59. Þeir aðilar sem hljóta samþykki fá ferðastyrk frá Tónlistarmiðstöð.
Þessi tengslamyndunarferð býður íslensku fagfólki upp á einstakt tækifæri til að byggja upp tengsl við áhrifamikla aðila í Los Angeles og öðlast dýrmæt innsýn í sync-geirann og er því ómissandi upplifun fyrir alla sem starfa hjá útgáfufyrirtækjum eða tónlistarforleggjurum.
Smellið hér til að sækja um >>>