English

Nýr Tónlistarsjóður veitir í fyrsta sinn úr öllum deildum sjóðsins – Alls veittar 97 milljónir til 111 verkefna í seinni úthlutun 2024

19
.  
August
 
2024

Fimmtudaginn 15. ágúst hélt Tónlistarmiðstöð athöfn til að heiðra styrkhafa seinni úthlutunar Tónlistarsjóðs 2024 en þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr öllum deildum nýs Tónlistarsjóðs. 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ávarpaði styrkhafa og María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar, kynnti nýjungar sjóðsins og umbætur á umsóknarferlinu. Tónlistarmaðurinn Mikael Máni spilaði lagið Expiration Date fyrir viðstadda. 

Það er mikið fagnaðarefni að sjá hversu mörg spennandi verkefni hlutu styrk og ekki síður er það gleðiefni að heyra frá úthlutunarnefndum hve mörg og efnileg verkefni sóttu um. Sú staðreynd að það sé erfitt að velja hver hljóti styrk er mikilvæg vísbending um gróskuna í íslensku tónlistarlífi. Tónlistarmiðstöð er frábær umgjörð sem býður upp á fjölbreytta þjónustu og tækifæri sem ég hvet sem flesta til að kynna sér. Þar er til dæmis boðið upp á ráðgjöf við styrkumsóknir og þangað má sækja innblástur og fagþekkingu frá einvala sérfræðingum.

– Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningar- og viðskiptaráðherra 

Alls bárust 364 styrkumsóknir en til úthlutunar voru 97 milljónir króna. Veittir voru styrkir til 111 verkefna, þar af fjórir langtímasamningar: 

  • Kammerhópurinn Nordic Affect fær 2.5 m.kr.til tveggja ára fyrir tónleikadagskrá hópsins árin 2025-2026.
  • Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fær 6 m.kr. til þriggja ára, 2024-2026, vegna verkefnisins Sjálfbært showcase - framtíðarstefna Iceland Airwaves.
  • Tónskáldafélag Íslands hlýtur 4 m.kr. til tveggja ára, 2025-2026 vegna Myrkra músíkdaga.
  • Hlutmengi hlýtur 3 m.kr. til tveggja ára, 2024-2025, vegna tónleikadagskrár í Mengi.

Hæstu Tónlistarstyrki úr deild frumsköpunar og útgáfu fá Daníel Bjarnason, 2,9 m.kr og Nýdönsk, 2 m.kr.

Hæstu Flytjendastyrki úr deild lifandi flutnings fá Kammersveitin Elja með 1,5 m.kr. og Mugison, Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, Helgi Rafn Ingvarsson og Hljómsveit Akureyrar hljóta 1 m.kr. hvert. 

Hæstu Viðskiptastyrki úr deild þróunar og innviða hljóta VibEvent, OPIA Community, Þjóðlagahátíðin á Siglufirði, MetamorPhonics, WindWorks í Norðri, Reykjavík Early Music Festival, Múlinn Jazzklúbbur, LungA, Ascension MMXXIV og BIG BANG upp á 1 m.kr. hvert. 

Hæstu Markaðsstyrki úr útflutningsdeild hlýtur ADHD upp á 2 m.kr. og viibra upp á 1.5 m.kr. 

Frekari upplýsingar um veitta styrki og skiptingu á milli deilda Tónlistarsjóðs má nálgast hér. 

Heildarlistann um veitta styrki má nálgast hér >>

Tónlistarmaðurinn Mikael Máni flutti lag fyrir viðstadda. Mynd Juliette Rowland.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir – Menningar- og viðskiptaráðherra. Mynd Juliette Rowland. 

Viðurkenning styrkhafa úr deild frumsköpunar og útgáfu

Hafdís Bjarnadóttir kynnti niðurstöður úthlutunarnefndar úr deild frumsköpunar og útgáfu. Hún minntist jafnframt tónlistarmannsins Halldórs Bragasonar í ávarpi sínu. Mynd Juliette Rowland.

Viðurkenning styrkhafa úr deild lifandi flutnings

Kristín Valsdóttir kynnti úthlutanir í Lifandi flutningi. Mynd Juliette Rowland.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir meðlimur kammerhópsins Nordic Affect sem hlaut langtímasamning til tveggja ára úr deild Lifandi flutnings 

Viðurkenning styrkhafa úr deild þróunar og innviða

Veitta langtímastyrki fengu Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu fyrir Iceland Airwaves, Ólöf Arnalds fyrir tónleikastaðinn Mengi, Gunnhildur Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Tónskáldafélagsins fyrir Myrka Músíkdaga, og Guðrún Óskarsdóttir meðlimur Nordic Affect sem eru hér ásamt Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. 
Tónskáldinu Högna Egilssyni var tekið fagnandi. Mynd Juliette Rowland.
Sindri Ástmarsson og Ísleifur Þórhallsson frá Iceland Airwaves standa glaðbeittir við hlið Einars Bárðarsonar, stjórnarformanns Tónlistarmiðstöðvar. Mynd Juliette Rowland.

Viðurkenning styrkhafa úr deild útflutnings

Sindri Magnússon kynnir styrkhafa úr deild útflutnings. Mynd Juliette Rowland.
Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF, og Helena Sif Gunnarsdóttir, efnisframleiðandi Tónlistarmiðstöðvar. Mynd Juliette Rowland.
Tónlistarmennirnir Mikael Máni og Kaktus Einarsson skiptast á sögum. Mynd Juliette Rowland. 
Margrét Ósk Gunnarsdóttir, umboðsmaður Supersport!, var í salnum en þau fengu 1.000.000 kr. í markaðsstyrk fyrir útflutningi á næstu plötu sveitarinnar. Mynd Juliette Rowland. 
Tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir sem gengur undir listamannanafninu Kira Kira fékk tónlistarstyrk til útgáfu á sínu næsta verkefni. Mynd Juliette Rowland. 
Kynnar kvöldsins voru vel stemndir. Mynd Juliette Rowland. 
Baldur Þórir Guðmundsson frá ráðuneyti menningar- og viðskipta ásamt Jóhanni Helgasyni og Frey Eyjólfssyni. 
María Rut Reynisdóttir ávarpar samkomuna. 
Tónlistarkonan Cell 7 var í húsi. Mynd Juliette Rowland. 
Hildur Kristín Stefánsdóttir kynnir styrki. Mynd Juliette Rowland. 
Kristín Valsdóttir ásamt Birni Thoroddsen. Mynd Juliette Rowland. 
Sigtryggur Baldursson, útflutningssérfræðingur hjá Tónlistarmiðstöð. Mynd Juliette Rowland.

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar