NOMEX tengslamyndunarferð til Los Angeles - Myndir frá ferðinni

11
.  
March
 
2025

NOMEX stóð fyrir tengslamyndunarferð til Los Angeles dagana 4.–6. mars 2025 þar sem norræn tónlistarsamtök, þar á meðal Tónlistarmiðstöð, fengu tækifæri til að tengjast helstu aðilum í sync-iðnaði borgarinnar.

Dagskráin innihélt heimsóknir til fyrirtækja svo sem Disney, Lionsgate og Paramount, fyrirlestra frá sérfræðingum og tengslamyndunarfundi til að hjálpa þátttakendum að dýpka skilning sinn á sync-heiminum í Los Angeles.

Íslendingar sem tóku þátt í tengslamyndunarferðinni voru þau Rakel Mjöll Leifsdóttir hjá Alda Music, Colm O’Herlihy frá INNI Music og Soffía Kristín frá Iceland Sync.

Los Angeles hefur í áratugaraðir verið í fararbroddi alþjóðlegs afþreyingariðnaðar hvort sem um ræðir á sviði tónlistar, tölvuleikja, sjónvarps eða kvikmynda. Því skapast þar einstök tækifæri til að kynnast straumum, tengjast sérfræðingum í afþreyingariðnaði og þróa alþjóðlegt samstarf á sviði tónlistarútgáfu.

Myndir frá ferðinni:

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar