Komdu með Tónlistarmiðstöð á Reeperbahn 2025
.png)
Komdu með Tónlistarmiðstöð á Reeperbahn 2025
18.–21. september 2025 – Hamborg, Þýskaland
Tónlistarmiðstöð stefnir á Reeperbahn Festival í september og leitar að tveimur íslenskum fagaðilum í tónlistargeiranum sem vilja taka þátt í ferðinni. Þetta er kjörið tækifæri til að efla tengslanet og kynna sig og sín verkefni á einni af áhrifamestu faghátíðum í Evrópu.
Um Reeperbahn
Reeperbahn Festival er meðal stærstu klúbba- og faghátíða í Evrópu en á ári hverju umbreytir hátíðin St. Pauli hverfinu í Hamborg í einn af mikilvægustu vettvöngum álfunnar fyrir alþjóðlegan tónlistariðnað. Hátíðin spilar ekki síst mikilvægt hlutverk fyrir ungt og upprennandi listafólk en listinn af tónlistarfólki sem brotist hefur upp á yfirborðið í kjölfar framkomu á hátíðinni er endalaus. Ráðstefnudagskrá Reeperbahn hátíðarinnar býður jafnframt upp á fjölbreytta viðburði þar sem nýliðar og reynt fagfólk fjallar um málefni og áskoranir hins alþjóðlega tónlistariðnaðar.
Hvað felst í ferðinni?
Þau sem verða fyrir valinu fá ferðastyrk, að hámarki 75.000 kr. á mann, og aðgang að hátíð og ráðstefnu, auk boðs á tengslamyndunarviðburði sem Tónlistarmiðstöð stendur að í samstarfi við norrænar miðstöðvar.
Hverjir ættu að sækja um?
Við leitum að fagaðilum sem vinna við íslenska tónlist: útgefendum, umboðsfólki, bókurum, tónlistarforleggjurum, tónleikahöldurum og þess háttar. Áhersla er lögð á að þátttakendur starfi með tónlistarfólki sem er „tilbúið til útflutnings“, sé með skýra alþjóðlega sýn og áhuga á að byggja upp tengsl á þýskum og evrópskum mörkuðum.
Umsóknarfrestur er til 21. júlí
Skráning fer fram hér>>
Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á: https://www.reeperbahnfestival.com