JFDR, Ásgeir og Gabríel Ólafs á þjóðardegi í Osaka og Taste of Iceland í Tokyo

21
.  
May
 
2025

Ísland fagnar þjóðardegi á heimssýningunni í Osaka þann 29. maí undir yfirskriftinni Friður og jafnrétti. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem tónlist og íslensk menning skipa stóran sess. Heiðursgestur dagsins verður forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir.

Tónlistin verður í forgrunni á þjóðardeginum en JFDR, Ásgeir og Gabríel Ólafs munu koma fram ásamt því að tónverk eftir Sindra Má Sigfússon (Sin Fang) og Kjartan Hólm verður hluti af myndverkinu Circle of Trust sem hönnunarstofurnar Gagarín, Exponex, Wintenex, Habegger, Kvorning Design, Rintala Eggertsson Architects hönnuðu fyrir samnorræna skálann á heimssýningunni.

Dagskráin í Osaka nær einnig til annarra greina, þar á meðal bókmennta og hönnunar: Rán Flygenring kynnir japönsku útgáfuna af bókinni Vigdís, bókin um fyrsta konuforsetann og Flétta og Ýrúrarí, munu bjóða gestum að kynnast einstöku verkefni þar sem ullarafgöngum er umbreytt í pizzur. 

Taste of Iceland 30.–31. maí

Samhliða heimssýningunni fer fram menningarhátíðin Taste of Iceland í Tokyo dagana 30.–31. maí. Dagskráin er skipulögð í samstarfi við helstu miðstöðvar lista og skapandi greina og spannar bókmenntir, hönnun, myndlist og tónlist með þátttöku íslenskra listamanna. Ásgeir og JFDR munu þar koma fram á tónlleikastaðnum Space Odd í Shibuya. 

Heimssýningin í Osaka‍

Heimssýningin í Osaka opnaði í apríl og hafa um 250.000 gestir nú þegar sótt Norræna skálann heim. Sýningin stendur yfir í 6 mánuði og er búist við að rúmlega 28 milljón manns heimsæki sýninguna. Á þessu tímabili er samnorræn starfsemi og viðburðir, líkt og þemadagar með áherslu á grænar lausnir og hringrásarhagkerfið, lífsstíl og vellíðan, svo eitthvað sé nefnt. Þessir viðburðir draga fram sameiginleg gildi og styrkleika Norðurlandanna, og hvetja til samstarfs og samskipta milli norrænna og japanskra hagsmunaaðila.

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar