Tónlistarmiðstöð kynnir nýjan lagalista: Iceland Music Charts
17
.
March
2025

Mynd: Mummi Lú.
Tónlistarmiðstöð kynnir glænýjan lagalista: Iceland Music Charts.
Iceland Music Charts er lagalisti sem sýnir hvað Íslendingar eru að hlusta mest á hverju sinni. Lagalistinn er byggður á Tónlistanum og inniheldur mest spiluðu íslensku lög vikunnar á útvarpsstöðvunum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100 ásamt mest streymdu lögunum á streymisveitunni Spotify.
Lagalistinn er uppfærður vikulega og gefur þannig raunverulega innsýn í tónlistarlandslag landsins.
VÆB bræðurnir hafa trónað á toppi listans frá því þeir sigruðu Söngvakeppnina í febrúar og munu þeir einmitt vera fulltrúar Íslands í Eurovision í maí!
Dansaðu í takt við hjartslátt íslensku þjóðarinnar með Iceland Music Charts!