Iceland Airwaves ráðstefnudagskrá tilkynnt

11
.  
October
 
2024

Tónlistarmiðstöð, í samvinnu við Iceland Airwaves, Íslandsstofu og Tónlistarborgina Reykjavík, kynnir með stolti einhverja metnaðarfyllstu tónlistarráðstefnu sem sést hefur á Íslandi. IA-ráðstefnan fer fram samhliða Iceland Airwaves hátíðinni dagana 7. og 8. nóvember og býður upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá þar sem margir af fremstu sérfræðingum á öllum sviðum tónlistariðnaðar koma saman til að takast á við hin ýmsu viðfangsefni og velta fyrir sér framtíð tónlistariðnaðarins. Hér að neðan gefur að líta þessa gríðarlegu veisludagskrá ásamt upplýsingum um þá 14 aðila sem hafa bæst í hóp fagaðila sem koma fram á ráðstefnunni.

Fimmtudagur 7. nóvember:

Management: Do You Build a Team to Break Through or Break Through to Get a Team?

Þetta pallborð veltir sér upp úr “eggið-eða-hænan” spurningunni í heimi umboðsmennsku og spyr hvort listafólk þurfi teymi til að ná árangri eða hvort þau þurfi að ná árangri til að byggja teymi. Pallborðið mun líka kanna síbreytilega hlutverk umboðsmannsins í núverandi landslagi tónlistariðnaðarins og hvað þarf til að byggja sjálfbæran og farsælan feril í tónlist.

Fram koma: James Sandom (Red Light Management), Will Larnach-Jones (London Records), Ruth Barlow (Beggars Group), Steinunn Camilla (Iceland Sync Creative), & Paul Stokes (Writer/Broadcaster)

Shut Up and Play - Artistic Integrity and Commercialism

Er pláss fyrir andspyrnu í tónlistarheimi sem reiðir sig á ofurkapítalíserað viðskiptamódel? 

Á listafólk hættu á útskúfun ef það talar frá hjartanu?

Geta allir átt rödd eða er það forréttindi útvaldra?

Heyrðu frá listamönnum og fagaðilum um hvaða áskoranir fylgja því að fylgja hjartanu í keppnishörðu tónlistarumhverfi.

Fram koma: Diana Burkot (Pussy Riot), Ai Jing (Haze Sounds), Ragnar Kjartansson (Artist),  & more TBA.

Iceland Music: A Cultural Exploration

Lykilaðilar íslenska tónlistarbransans ræða saman um ríka tónlistararfleifð Íslands, okkar einstöku menningarinnviði og hvernig þetta spilar allt saman.

Hér býðst tækifæri til að uppgötva hvaða möguleika Ísland hefur á því að verða miðstöð sköpunargáfu, samvinnu og nýsköpunar fyrir alþjóðlegan tónlistariðnað.

Fram koma: María Rut Reynisdóttir (Iceland Music), Colm O’Herlihy (INNI), Augustin Eude (One Little Independent), Kevin Cole (KEXP), & more TBA

From Broad Strokes to Pinpoint Focus: Redefining Music Marketing in the Stan Era

Þetta pallborð mun fara yfir þróun á sviði markaðssetningar í tónlist, þar sem stórar markaðsherferðir hafa vikið fyrir nákvæmari áherslum og sterkara sambandi við helstu aðdáendur (Stans)

Fram koma: Sophie Leigh Walker (Line of Best Fit/Toast Press), Junia Jonsdottir (Creative Director), Natasha Cutts (Hoof Mgmt), Hildur Maral (OPIA Community), Brian Lowit (Dischord Records & Lovitt Records).  

Tim's Listening Party x Of Monsters and Men

Tim Burgess, semer þekktastur sem meðlimur The Charlatans, mun halda heimsfræga hlustunarpartýið sitt á Iceland Airwaves ráðstefnunni. Tim verður ekki einn á báti þar sem Of Monsters and Men munu slást í för og ræða um fyrstu plötuna sína 'My Head is an Animal'.

Fram koma: Tim Burgess (The Charlatans, The Listening Party), Nanna Bryndís (OMAM), Brynjar Leifsson (OMAM)

Föstudagur 8. Nóvember:

All Aboard! - Music Festivals and Community Integration

Umræða um samband tónlistarhátíða og nærumhverfis þeirra. Tónlistarhátíðir spretta úr samfélagi ásamt því að stuðla að grósku í samfélaginu og þetta samband þarf að rækta og viðhalda. Hvernig getum við stuðlað að góðu samstarfi og stutt við tónlistarlífið?

Fram koma: Ása Dýradóttir (Reykjavík Music City), Bjarni Daníel (Post-Dreifing/RÚV), Lauren Down (End of the Road Festival), Lena Ingwerson (Music Cities Network), og fleiri.

Future of Curation: How Music is Curated, Discovered, and Critiqued in an Evolving Digital Landscape

Hver ákveður hvaða tónlist nær á toppinn? Þetta pallborð fer yfir algorithmann og sérfræðikunnáttuna sem leiðir tónlistaruppgötvun dagsins í dag ásamt breyttu hlutverki gagnrýnandans.

Fram koma: David Fricke (MOJO/Sirius FM Radio), Rory Connolly (BBC), James Foley (Spotify), Rebecca Mason (Inside Out), & more TBA’’

Lifelong Learning: Can Music Education Help Shape an Industry Worth Working In?

Er lykillinn af farsælum iðnaði falinn í kennslurýmum? Getur áframhaldandi menntun í tónlist stuðlað að nýsköpun, framförum og sjálfbærum iðnaði?

Fram koma: Emilien Moyon (Berklee Valencia), Sadie Bryant (4AD), & more TBA

State of Live: Is the Global Live Industry Prepared to Survive, Thrive, or Die?

Hvernig lítur framtíð tónleikahalds út? Hverjar eru helstu áskoranir tónlistarviðburða? Getur “live” iðnaðurinn lifað áfram í núverandi mynd?

Fram koma: Caitlin-Finn(ATC Live), Pascal Van De Velde (Greenhouse Talent), Elliot Lefko (AEG/Goldenvoice), Tamsin Embleton (Music Industry Therapist Collective) & more TBA

25 Years of Iceland Airwaves and Bringing Icelandic Music to the World

Fögnum 25 ára afmæli Iceland Airwaves. Þetta pallborð mun fjalla um tónlistarhátíðina sem hefur híft upp íslenska tónlist alþjóðlega í 25 ár.

Fram koma: Andy Duggan (WME), Nick Knowles (KxKn Management), & more TBA

Þátttakendur

Auk þess að tilkynna dagskrána bjóðum við líka velkomna 14 fagaðila til viðbótar sem hafa staðfest þátttöku sína á ráðstefnunni.

Tim Burgess

The Charlatans, Tim’s Listening Party

Tim er þekktastur sem söngvari hljómsveitarinnar The Charlatans og stjórnandi Tim’s Listening Party, sem er hlaðvarp og viðburðasería sem hefur fjallað um yfir 1000 plötur og unnið til margvíslegra verðlauna. Á IA ráðstefnunni mun hann ræða við Nönnu og Brynjar úr Of Monsters and Men um tilurð fyrstu plötu þeirra My Head Is An Animal.

Ragnar Kjartansson

Listamaður

Ragnar er einn af þekktustu og dáðustu listamönnum Íslands en listsköpun hans byggir að miklu leyti á bakgrunni hans sem tónlistarmaður, ekki síst sem söngvari goðsagnakenndu hljómsveitarinnar Trabant. 

Rory Connolly

Head of On Demand Music, BBC

Rory leiðir stafræna þróun og heldur utan um útsendinar frá Glastonbury hátíðinni fyrir BBC.

Ruth Barlow

Director of Live Licensing, Beggars Group; Chair of AIM

Ruth sér um alþjóðleg streymisréttindi og er lykilmanneskja í hönnun “live” tónlistarstefnu fyrir sjálfstæð útgáfufyrirtæki. 

Sadie Bryant

Project Manager, 4AD

Sem verkefnastjóri hjá 4AD kemur Sadie að allskonar plötuútgáfum fyrir listafólk í fremstu röðum, eins og Dry Cleaning og Erika de Casier. 

Ai Jing

Promoter, Haze Sounds

AJ er leiðandi afl í tónleikaskipulagi í Kína og hefur flutt þar inn í land gríðarlegt magn af erlendum listamönnum á borð við Slowdive and Wolf Alice.

Sophie Leigh Walker

Lead Staff Writer, The Line of Best Fit

Sophie er einn af bestu tónlistarblaðamönnum heims þessa dagana. Hún einblínir á “long-form” greinar og hefur prófílað marga af mikilvægustu listamönnum samtímans. 

Brian Lowit

Label Manager, Dischord Records; Owner, Lovitt Records

Brian er lykilfígura á sviði sjálfstæðrar plötuútgáfu og hefur verið það í áratugi . 

Rebecca Mason

Senior Publicist, Inside Out

Rebecca leiðir almannatengsl fyrir Iceland Airwaves fyrir hönd almannatengsla skrifstofunnar Inside Out.

Colm O'Herlihy

Co-founder, INNI

Colm er einn af stofnendum tónlistarforleggjarans INNI og hafa þau hjá INNI lyft tónlistarlífi í Reykjavík á nýjan stall með vinnu sinni. 

Natasha Cutts

Independent Manager, Hoof Mgmt

Nathasha er umboðsmaður  Squid, Mandy, Indiana, and Jerkcurb en starfaði þar áður við markaðssetningu hjá Domino Records. 

Nick Knowles

Manager, KxKn Management

Nick er mikill Íslandsvinur og umboðsmaður Eydísar Evensen and Sóleyjar.

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar