Elín Hall tók lagið í stærsta útvarpsþætti Evrópu - hlustaðu hér

26
.  
February
 
2025

Mynd: RÚV -Kári Snær Halldórsson

Tónlistar- og leikkonan Elín Hall kom fram fyrir hönd Rásar 2 í stærsta útvarpsþætti Evrópu í gærkvöldi. Þátturinn sem ber nafnið “Europe’s Biggest Gig” er nýtt samstarfsverkefni á vegum EBU en ásamt Rás 2 tóku útvarpsstöðvar frá Bretlandi, Írlandi, Þýskalandi og Belgíu þátt. 

Fimm evrópskir listamenn spiluðu í beinni útsendingu fyrir milljónir hlustenda, Elín Hall fyrir Ísland, Nia Smith fyrir hönd BBC Radio 1, Orla Gartland fyrir RTÉ 2FM, Sylvie Kreusch fyrir Studio Brussel og Berq fyrir 1LIVE.

Elín var seinasti flytjandi kvöldsins og lokaði þessum merka viðburði með gömlum og góðum lögum frá plötunni sinni „Heyrist í mér“ ásamt nýjum lögum sem tónlistarkonan hefur verið að vinna að í London undanfarin misseri. Rás 2 spilaði einnig „Let’s Consume“ eftir Superserious, „Háspenna“ eftir GDRN, „Gráta Smá“ eftir Supersport!, og óútgefið lag eftir Bríeti sem heitir „Blood on my Lips“

Misstirðu af þessu? Þú getur enn þá hlustað á útsendinguna hér: Europe’s biggest gig

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar