EarthSonic Iceland: tónlist, loftslagsaðgerðir og breytingar

6
.  
November
 
2024

Dagsetning: Miðvikudagur 6. nóvember 2024
Staðsetning: Austurstræti 5, 101 Reykjavík
Tími: 16:00 - 17:30 (léttar veitingar í kjölfar viðburðar)

Tónlist er sameiningarafl sem býr yfir algjörri sérstöðu þegar það kemur að því að knúa fram breytingar. Vísindin sýna ótvírætt fram á vána sem við stöndum frammi fyrir en almenningur er ekki að tengja við hana. Ýmis ný tónlistarverkefni miða að því að hvetja til aðgerða og kerfisbreytinga, hvort sem það er að vinna með hljóð náttúrunnar eða nota náttúruauðlindir til að búa til tónlist. Earthsonic telst til slíkra verkefna og á þessum kynningarviðburði gefst þátttakendum tækifæri til að fræðast um verkefnið ásamt því að heyra frá öðrum verkefnum í sama geira. Við erum öll að renna út á tíma og köllum eftir að tónlistin taki þátt í átakinu.

Fram koma:

Sigtryggur Baldursson
Jakob Frímann Magnússon
Ruth Daniel - EarthSonic
Gudmundur Isfeld - Thermal Beets Records
Nis Bøgvad - Act in Synch
Þór Magnússon - Intelligent Instruments Lab

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar