Aðalfundur Tónlistarmiðstöðvar
.jpg)
Aðalfundur Tónlistarmiðstöðvar verður haldinn föstudaginn 2. maí 2025 kl. 16:00 í húsakynnum Tónlistarmiðstöðvar að Austurstræti 5, 101 Reykjavík.
Atkvæðisrétt á aðalfundi eiga stofnaðilar Tónlistarmiðstöðvar. Fulltrúum í Tónlistarráði, sbr. 6. gr. tónlistarlaga, skal heimil áheyrn að aðalfundum. Stjórn er heimilt að bjóða fleirum áheyrn að aðalfundum.
Aðalfundur Tónlistarmiðstöðvar er opinn öllum áhugasömum en skráning er nauðsynleg og fer fram hér að neðan. Tekið er á móti skráningum til kl. 08:00 á fundardegi.
Dagskrá:
1. Setning aðalfundar. Formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvar setur aðalfundinn.
2. Kjör á fundarstjóra og fundarritara.
3. Fundarstjóri tekur við stjórn og kannar lögmæti fundarins.
4. Skýrsla stjórnar um starfsemi Tónlistarmiðstöðvar á liðnu starfsári.
5. Starfs- og rekstraráætlun Tónlistarmiðstöðvar 2025.
6. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi og hann lagður fram til samþykktar.
7. Skipun löggilts endurskoðanda.
8. Skipun stjórnar.
9. Ákvörðun um greiðslur til stjórnar á starfsárinu.
10. Önnur mál löglega upp borin.