72.2 milljón krónum úthlutað í fyrsta sinn úr nýjum Tónlistarsjóði í deildir innviða og lifandi flutnings

5
.  
April
 
2024

Nýr framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar er María Rut Reynisdóttir, og tók hún sérstaklega fram hve ánægjulegt það væri að “skrifstofur miðstöðvarinnar skulu vera þannig búnar að við getum hýst athafnir eins og þessar hér í húsi”. 

María Rut Reynisdóttir, nýr framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar, býður gesti velkomna í hús. Ljósmyndari: Cat-Gundry Beck. 

Hlutverk Tónlistarsjóðs er m.a. að efla íslenska tónlist, hljóðritagerð og þróunarstarf í íslenskum tónlistariðnaði með fjárhagslegum stuðningi. Sjóðurinn skal einnig stuðla að kynningu á íslensku tónlistarfólki og tónsköpun þeirra hér á landi sem erlendis.

Nýr Tónlistarsjóður skiptist í fjórar deildir, með skilgreindum hlutföllum til úthlutana: 

21% – Þróun og innviðir

25% – Frumsköpun og útgáfa 

25% – Lifandi flutningur 

17% – Útflutningur 

12% – deilast á milli sjóða eftir ásókn umsækjenda og áherslum sjóðsins hverju sinni.

Í þessari fyrstu úthlutun Tónlistarsjóðs var eingöngu úthlutað styrkjum úr deildum innviða og lifandi flutnings. Alls voru 77 verkefni styrkt að heildarupphæð 72,2 m.kr. Í vor verður opnað fyrir umsóknir í allar fjórar deildir sjóðsins. 

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tileinkaði starfsemi nýrrar Tónlistarmiðstöðvar og Tónlistarsjóðs þeim fjölda framúrskarandi tónlistarfólks sem lætur til sín taka hérlendis sem og erlendis. 

Úthlutanir fyrir lifandi flutning

Frá hægri má sjá Guðmund Birgi Halldórsson fulltrúa úthlutunarnefndar fyrir lifandi flutning ásamt Lilju Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra með fulltrúum þeirra verkefna sem hlutu langtímasamninga: Caput-hópurinn, Rúnar Óskarsson frá Kammersveit Reykjavíkur og Steef van Oosterhout frá Cauda Collective. 

Guðmundur Birgir Halldórsson kynnti úthlutanir sem heyra undir lifandi flutning, og var þar fulltrúi sinnar úthlutunarnefndar sem einnig taldi formann Aðalheiði Þorsteinsdóttur sem og Kristínu Valsdóttur.

Umsóknir til innviða í tónlist voru 76 og sótt var um ríflega 325 milljónir. 

Tillaga nefndarinnar var að styrkja 32 verkefni styrki en til úthlutunar voru alls 31.2 m.kr.

Alls hljóta 23 verkefni í sígildri- og samtímatónlist styrk, 3 verkefni í jazz og blústónlist og 6 verkefni sem falla undir tónlistarverkefni af öðrum toga. Er þetta í samræmi við þær umsóknir sem bárust sem voru flestar úr geira sígildrar- og samtímatónlistar.

Langtímasamninga hljóta eftirfarandi aðilar:

  • Sumartónleikar í Skálholtskirkju 4 m.kr. árlega - samningur til 2ja ára
  • Óperudagar í Reykjavík 4 m.kr. árlega- samningur til 3ja ára
  • Sönghátíð í Hafnarborg 2 m.kr. árlega - samningur til 3ja ára
  • Bræðslan 1,5 m.kr. árlega - samningur til 3ja ára 
  • Reykholtshátíð 1 m.kr. árlega - samningur til 3ja ára

27 aðrar hátíðir og tónleikaraðir fá styrki, þar á meðal Aldrei fór ég suður sem fær hæsta verkefnastyrkinn að upphæð 1,5 m.kr. Síðan fá eftirfarandi aðilar 1 m.kr. hver í verkefnastyrki: 

  • Tónlistarstarf í Hallgrímskirkju
  • Reykjavík Early Music festival
  • Kammermúsíkklúbburinn
  • Mengi
  • Djass í djúpinu

Úthlutanir fyrir innviði og þróun

Frá hægri má sjá Hildi Kristínu Stefánsdóttir fulltrúa úthlutunarnefndar innviða ásamt Lilju Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra með fulltrúum þeirra verkefna sem hlutu langtímasamninga: Þórunn Ósk Marínósdóttir f.h. Sumartónleika í Skálholtskirkju, Magni Ásgeirsson f.h. Bræðslunnar, Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir f.h. Óperudaga, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir f.h. Sönghátíðar í Hafnarborg og Elísabet Indra Ragnarsdóttir f.h. Salarins í Kópavogi. 

Hildur Kristín Stefánsdóttir kynnti úthlutanir sem heyra undir innviði og þróun, og var þar fulltrúi sinnar úthlutunarnefndar sem einnig taldi formanninn Arndísi Björk Ásgeirsdóttur og Frey Eyjólfsson.

Umsóknir til innviða í tónlist voru 76 og sótt var um rúmar 325 milljónir. Alls voru veittar 34,7 m.kr. milljónir króna til 33 verkefna. Alls hljóta 23 verkefni í sígildri- og samtímatónlist styrk, 3 verkefni í jazz og blústónlist og 6 verkefni sem falla undir tónlistarverkefni af öðrum toga. Er þetta í samræmi við þær umsóknir sem bárust sem voru flestar úr geira sígildrar- og samtímatónlistar.

Langtímasamninga hljóta eftirfarandi aðilar:

  • Sumartónleikar í Skálholtskirkju 4 m.kr. árlega - samningur til 2ja ára
  • Óperudagar í Reykjavík 4 m.kr. árlega- samningur til 3ja ára
  • Sönghátíð í Hafnarborg 2 m.kr. árlega - samningur til 3ja ára
  • Bræðslan 1,5 m.kr. árlega - samningur til 3ja ára 
  • Reykholtshátíð 1 m.kr. árlega - samningur til 3ja ára

27 aðrar hátíðir og tónleikaraðir fá styrki, þar á meðal 

  • Aldrei fór ég suður sem fær hæsta verkefnastyrkinn að upphæð 1,5 m.kr. 

Síðan fá eftirfarandi aðilar 1 m.kr. hver í verkefnastyrki: 

  • Tónlistarstarf í Hallgrímskirkju
  • Reykjavík Early Music festival
  • Kammermúsíkklúbburinn
  • Mengi
  • Djass í djúpinu

Ljóst er að mörg góð verkefni, sem áður hafa verið styrkt, ná ekki brautargengi í þessari úthlutun og viljum við hvetja þau öll til að senda inn umsóknir aftur í maí. 

Í þetta sinn var Rannís umsýsluaðili úthlutunarinnar fyrir hönd menningar- og viðskiptaráðuneytis í góðu samstarfi við Tónlistarmiðstöð. Nú þegar Tónlistarmiðstöð er tekin til starfa mun hún taka við sem umsýsluaðili sjóðsins, en notast við umsóknargátt Rannís. 

Lestu einnig

Allar fréttir
Tákn Tónlistarmiðstöðvar