Umsókn um ferðastyrk Tónlistarsjóðs

Ferðastyrkir eru veittir á tveggja mánaða fresti. Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti aðfaranótt; 1. febrúar, 1.apríl, 1.júní, 1.ágúst, 1.október og 1.desember.

Takk fyrir umsóknina!

Athugið að sjóðurinn er með sjálfvirkt umsóknarkerfi þannig að umsóknir sem berast of seint eru teknar fyrir í næstu úthlutun.

Svör eru send á það netfang sem gefið er upp hér frá tölvupóstfangi Tónlistarmiðstöðvar: styrkir@icelandmusic.is og styrkurinn er lagður inn á þann reikning sem gefin er upp.

1/3 Umsækjandi

Umsækjandi er sá sem er ábyrgur fyrir umsókninni og getur verið einstaklingur eða fyrirtæki fyrir hönd tónlistarfólks. Ef til styrkveitingar kemur er greitt inn á reikning umsækjanda.

Tengiliður fyrir umsóknina ef annar en umsækjandi.

Ef styrkur er veittur er hann greiddur inn á þennan reikning. Athugið að reikningsnúmerið passi við kenntölu umsækjanda.


2/3 Verkefnið

Lýsið starfsferli umsækjenda, starfsemi og starfstíma, fjöldi meðlima/flytjenda.

Slóðir á þær vefsíður og samfélagsmiðla/þjónustur sem tengjast verkefninu.

Tegund ferðar *

Lýsið tilgangi ferðarinnar. Ef um tónleikaferðalag er að ræða takið fram fjölda tónleika, dagsetningar, staðsetningar og tónleikastaði.

Skilyrði fyrir ferðastyrk er að meirihluti umsóknaraðila séu búsettir á Íslandi eða með skattalega heimilisfesti á Íslandi. Vinsamlegast takið fram fjölda umsóknaraðila auk nafns, hlutverks og búsetu/skattalega heimilisfesti fyrir alla umsóknaraðila.

Sækja má um fyrir umboðsmann, hljóðmann og aðra sem nauðsynlegir eru fyrir lifandi flutning en rökstyðja skal afhverju aðrir en kjarnaflytjendur eru nauðsynlegir.

Ferðastyrkir eru að hámarki 75 þúsund kr. á einstakling vegna ferða innan Evrópu, 100 þúsund kr. vegna ferða utan Evrópu og 50.000 kr. á einstakling vegna ferða innanlands en Fagaðilar, s.s. umboðsfólk, geta sótt um styrk vegna starfstengdra ferða milli landshluta, t.d. til að sækja ráðstefnur og tengslamyndunarviðburði. Athugið að þetta er tilraunaverkefni til loka árs 2024.

Dæmi um það sem getur styrk umsóknina:
  • Tölfræðigögn t.d. upplýsingar um streymi eftir löndum eða talnagögn af samfélagsmiðlum.
  • Upplýsingar um samstarfsaðila eða tækifæri á samstarfi sem eru til staðar á því svæði sem ferðast verður til.
  • Önnur skýr markmið með ferðinni.

3/3 Umsóknarskilyrði

Umsóknin þarf að standast öll skilyrði til að vera tekin fyrir. Uppfyllt skilyrði þýðir að umsókn sé gild en tryggir þó ekki úthlutun úr sjóðnum.

Settu hér inn slóð á fjárhagsáætlun fyrir ferðina. Athugið að aðgangur að skjalinu þarf að vera opinn t.d. í Google Drive eða Dropbox

Sniðmát fyrir fjárhagsáætlun
Sniðmát fyrir fjárhagsáætlun á ensku

Hafa aðrir styrkir verið veittir í verkefnið? Ekki eru veittir ferðastyrkir ef ferðakostnaður verður greiddur að fullu af öðrum, t.d. tónleikahaldara. Athugið að gera grein fyrir slíkum framlögum í fjárhagsáætlun.

Safnið fylgigögnum í möppu og setið hlekk á hana hér.

Athugið að mappan þarf að vera aðgengileg öllum með slóðina svo úthlutunarnefnd geti skoðað fylgigögnin. Hægt er að nota til dæmis möppur hjá Dropbox eða Google Drive.

Augnablik er að vinna úr umsókn …

Tákn Tónlistarmiðstöðvar