Óperudagar er hátíð og vettvangur klassískra söngvara og þeirra samstarfsfólks sem vilja í sameiningu og samstarfi efla og styrkja óperu-, söng- og tónlistarleikhússenuna á Íslandi. Markmiðið með hátíðinni er að standa fyrir vönduðum og fjölbreyttum viðburðum á venjulegum og óvenjulegum stöðum; stuðla að nýsköpun og tilraunum, efla starfsgrundvöll söngvara og þeirra samstarfsfólks; kalla eftir innlendu og alþjóðlegu samstarfi og taka vel á móti nýjum og gömlum áhorfendahópum.