Iceland Airwaves þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Síðan hún var stofnuð árið 1999 hefur hún orðið hálfgerð árshátíð íslenskrar tónlistar og laðar árlega þúsundir gesta frá öllum heimshornum. Ásamt tónlistarunnenda koma helstu tónlistarmiðlar, bókarar, útgáfufyrirtæki og umboðsmenn iðulega á hátíðina í þeim tilgangi að kynna sér íslenskt tónlistarlíf. Þar með er hægt að fullyrða að hátíðin sé mikilvægasti stökkpallur íslenskrar tónlistar sem fyrirfinnst. Á undanförnum árum hefur Airwaves ráðstefnan einnig fest sig í sessi sem ein af áhugaverðustu tónlistarráðstefnunum og gegnir hátíðin því stóru hlutverki fyrir tónlistariðnaðinn á heimsvísu.