Andkristnihátíð er þungarokkshátíð haldin er í Reykjavík í desember. Hún var stofnuð árið 2000 hefur verið haldin árlega (utan 2016, 2017 og 2020).Sigurður Harðarson, söngvari Forgarðs helvítis og Aðalbjörn Tryggvason, söngvari Sólstafa, stofnuðu hana um aldamót. Kristnihátíðin hafði verið haldin þá um sumarið og kostaði ríkissjóð mikið fé. Ýmislegt var umdeilt í kring um hana, svo Sigurði og Aðalbirni þótti við hæfi að „svara“ henni með því að halda tónlistarhátíð með þessu nafni.