Tækifæri framundan: Minningarsjóður Svavars Péturs, Músíktilraunir, Reeperbahn og fleira
Þessa dagana eru töluvert af hátíðum, verðlaunum og sjóðum að taka við umsóknum. Hvort sem þú vil koma fram á tónlistarhátíðum, sért að leita að stuðningi við tónlistarverkefni eða viljir tengjast fagfólki í tónlistariðnaðinum, þá er vert að hafa þessa fresti í huga.
Tækifæri á Íslandi

Músíktilraunir - Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig til þátttöku í hljómsveitakeppnina goðsagnakenndu, en umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 3. mars.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>
Minningarsjóður Svavars Péturs Eysteinssonar - Minningarsjóður hins ástsæla tónlistarmanns Svavars Péturs var stofnaður með það að leiðarljósi að halda minningu þessa einstaka listamanns á lofti. Tekið er við umsóknum til 31. mars.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>
Erlendar tónlistarhátíðir

Reeperbahn Festival 2025 - Reeperbahn hátíðin, ein af stærstu faghátíðum Evrópu, hefur opnað fyrir umsóknir fyrir hátíðina sem fer fram í Hamborg dagana 17.-20. september næstkomandi.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>
SHIP Festival 2025 - Það stefnir allt í að SHIP 2025 verði ein mest spennandi tónlistarhátíð Evrópu. Hátíðin fer fram dagana 11.–14. september 2025 í strandborginni Šibenik í Króatíu. Umsóknarfrestur er 13. Mars.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>
Music Week Poland 2025 - Music Week Poland er þverfaglegur viðburður fyrir evrópska tónlistargeirann. Hátíðin fer fram í Varsjá dagana 26.-29. júní. Umsóknarfrestur er 20. mars.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>
Önnur tækifæri

EMMPOWER Mentorship Programme 2025 - European Music Managers Alliance (EMMA) býður nú umboðsfólki að sækja um EMMpower Mentorship Programme. Um er að ræða ókeypis prógramm sem miðar að því að veita umboðsfólki faglegan stuðning. Umsóknarfrestur er 2. mars.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>
Live Incubator 2025 - Live Incubator er samvinnuverkefni SPOT Festival, Fermaten og SCALA. Markmið verkefnisins er að vera sameiningarvettvangur fyrir nýja kynslóð fagfólks í tónlistariðnaðinum. Umsóknarfrestur er 3. Mars.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér >>>
Skráðu þig á póstlista Tónlistarmiðstöðvar til að fá nýjustu tækifærin beint í pósthólfið :O)